Heiðmerkurganga

þriðjudagur, 22. september 2020 17:00-19:30, Heiðmörk, ATH. breytt dagsetning.

Næsti fundur er á breyttum degi, þriðjudaginn 22 september kl. 17.00 og þá ætlum við að hittast uppí Heiðmörk. Hanna Guðmundsdóttir ætlar að stýra göngunni.

 

Við ætlum að hittast á bílastæðinu við Furulund og Grenilund og göngum Skógarhringinn sem er 3.3 km. Það er svona 35-45 mínútna gangur og mjög fallegt svæði í gegnum fallegt skóglendi. Þetta er, líka eins og nafnið gefur til kynna, hringur sem þýðir að við myndum enda aftur hjá bílastæðinu og gætum þá farið í annan hvorn lundinn þar sem við ætlum að borða hver sitt eigið nesti (ekki grilla út af dotlu) og  við ræðum síðan starfsárið sem er framundan á meðan við borðum saman.

 

Vonumst til að sjá sem flesta.