Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík mæta á fund klúbbsins og fjalla um fjórðu iðnbyltinguna og þróun starfa. Fjórða iðnbyltingin er á næsta leiti og því er spáð að tækni og sjálfvirkni muni á næstu árum og áratugum gerbreyta okkar lífi og störfum. Stór hluti þeirra starfa sem fólk vinnur í dag mun hverfa í þeirri byltingu og ný verða til í þeirra stað. Ari Kristinn mun eflaust varpa ljósi á störf framtíðarinnar og hvort við getum undirbúið okkur fyrir störf sem eru ekki til í dag.
Nýr fundarstaður klúbbsins verður á Canopy by Hilton Reykjavík. Gengið er inn á staðinn í gegnum veitingastaðinn Geira Smart, Hverfisgötu 30 í Reykjavík. Fundurinn hefst að venju kl. 7.45.
Þá hvetjum við félaga klúbbsins til að bjóða vinum og félögum með á fundinn og fyrir aðra áhugasama að mæta og kynna sér starf klúbbsins.
Missið ekki af áhugaverðum morgunfundi!