Morgunfundur

þriðjudagur, 18. september 2018 07:45-08:45, Jamie's Italian Hotel Borg Pósthússtræti 11 101 Reykjavík

Komið þið sæl

 

Næstkomandi þriðjudag (18. september) mun Dr. Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor og forstöðumaður MSc-náms í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík mæta á fund klúbbsins og fjalla um Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Á árinu 2011 skipaði innanríkisráðherra í starfshóp til að fara ofan í gögn um Guðmundar- og Geirfinnsmál og var Jón Friðrik í starfshópnum.

 

Fundurinn hefst kl. 7:45 á veitingastaðnum Jamie´s Italian á Hótel Borg í Pósthússtræti í Reykjavík.

 

Meðlimir klúbbsins eru hvattir til að taka með sér gesti á fundinn sem kunna að hafa áhuga á að ganga í klúbbinn.

 

Bestu kveðjur

f.h. Rótarýklúbbsins Landvættir

 

Áslaug Gunnlaugsdóttir ritari